Jabbadabbadúúúúú

Jæja þá eru páskarnir liðnir.......hefði alveg verið til í að hafa þá svolítið lengur, ég er ekki alveg búinn með páskaeggið sko hefði alveg þurft 1- 2 daga í viðbót til að kláraUllandi

Sl. vika var eitthvað á þessa leið,

Mánudagur.........klipping og strýpur á fermingarbarnið og móðurina.....stress svona í meðalllagi

Þriðjudagur........rest af veisluföngum keypt inn......smá hjartastopp yfir kostnaði... stress vel yfir meðallagi.

Miðvikudagur.......................man voða lítið eftir þeim degi...................stress í hámarki, hjartastopp og yfirlið.

Fimmtudagur.....................greiðsla...ferming...veisla....allt gekk vel....fermingabarn ánægt...veislugestir saddir og sælir..................stress yfir öll mörk á köflum......en allt tókst þetta nú glymrandi vel, enda mikið af góðu fólki sem lagði hönd á plóg, ekkert hjartastopp eða yfirlið Glottandi

Föstudagur...................fór lítið frá sófanum og sjónvarpinu............hámað í sig afganga og DVD spilarinn mikið notaður.

Laugardagur.......fermingastúlkan VARÐ að kaupa sér tölvu NÚNA helst í gær og að sjálfsögðu var gengið í málið.....farið í Keflavík.....partý hjá Sigurbjörgu.....Paddys.....heitur pottur.....Írar.....soldið gloppótt svona á köflum en nokkuð mikið stuð bara.

Sunnudagur...................ái mikill verkur í hársverði, slappleiki og mygla í gangi,Írar eru soldið klikk.....sóttum Tess, hún er rosaleg dúlla....farið heim og sófinn og DVD tekið á þetta.

Gærdagurinn var svipaður og sunnudagur nema að heilsan var betri og ég gat borðað soldið af páskaeggi Ullandi

Svo er það vinna í 2 daga og aftur frí, mér finnst apríl og maí alveg ótrúlega ljúfir mánuðir, mikið af frídögum, orðið bjart og veðrið farið að stórskána.

 Síðar

 Konan

P.s.

ég hef lokið af öllum fermingum jabbadabbadúúúúúGlottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jamms nóg að gera hjá konunni og stefnir allt í áframhaldandi fjör út þetta ár (sem by the way endar hjá þér með gullmola ;))
kv
Jónína

Jónína (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 14:03

2 Smámynd: Rosaleg

Wow - gleymdir páskalambinu sem að ég svitnaði yfir á sunnudaginn í þynnkunni - og uppáhaldseftirréttinum þínum hehehe!! Hver er Tess? Are you now Guarding Tess?? Hvar er Nicolas? Veit Sigþrúður af þessu? Hefur Gunnþórunn eitthvað um þetta mál að segja? Nei ég bara spurði!

Rosaleg, 18.4.2006 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband